top of page
Search

„Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við þessa bók“

  • i.m.
  • Feb 22, 2023
  • 1 min read
Gagnrýnendur Kiljunnar, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir, rýna í Skuggabrúna. Eru þær sammála um að í bókinni sé sleginn nýr tónn:

„Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við þessa bók,“ segir Kolbrún. „Hún er svo öðruvísi og það er einhver djúp hugsun þarna.“

„Þetta er fyrsta bókin í þríleik ... þannig að við bíðum bara eftir framhaldinu,“ segir Sunna Dís. „Það er nóg eftir í þessum heimi.“

„Þetta er alveg þaulhugsað og ég hefði búist við því að þessi bók hefði fengið meiri athygli fyrir jólin,“ segir Kolbrún. „Það sem ég er mjög hrifin af er að hún er svo vel skrifuð. Hún er óskaplega vel skrifuð.“



 
 
 

Commentaires


Ingi Markússon

  • alt.text.label.Twitter
  • alt.text.label.Facebook
  • alt.text.label.Instagram

©2022 Ingi Markússon. Vefstóll: Wix.com

bottom of page