top of page
Um
Ingi Markússon er fæddur og uppalinn í Reykjavík og á Húsatóftum á Skeiðum. Hann er trúarbragðafræðingur að mennt með áherslu á mannshugann, galdra og táknfræði, auk þess að hafa lengi verið viðloðandi raftónlist. Skuggabrúin, fyrsti hluti í samnefndum þríleik, hans fyrsta skáldsaga, kom út í nóvember 2022. Áður hafa komið út eftir hann fræðigreinar og hugleiðingar um trúarbrögð og skyld efni. Ingi er kvæntur sínum fyrsta lesara og helsta ráðgjafa; búa þau í Hafnarfirði og eiga þrjú börn.​
​
Ljósmynd: Kristjana Margrét Guðmundsdóttir
Ljósmynd á forsíðu: Arnþór Birkisson

bottom of page