top of page
Search

Heiðmyrkur skollið á - í prenti og hljóði

  • i.m.
  • Oct 23
  • 1 min read
Furðubækur áttu sviðið í Eymundsson Austurstræti 23. október þegar fagnað var tveimur glóðvolgum og nýbökuðum skáldsögum – Heiðmyrkri eftir Inga Markússon og Álfareiðinni eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Bókaunnendur komu saman, spjölluðu við höfundana og nutu bókalyktarinnar. Ingi og Gunnar Theodór lásu upp og árituðu bækur sínar. Samdægur skall Heiðmyrkur á hjá Storytel í meistaralegum lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur, Haraldar Ara Stefánssonar, Sigríðar Lárettu Jónsdóttur og Stefáns Jónssonar.
 
Í Heiðmyrkri - sem kemur út hjá Storytel og Sögum útgáfa - lýkur Ingi Markússon sögunni sem hófst með Skuggabrúnni og hélt áfram í Svikabirtu, bókum sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof. Álfareiðin - sem Forlagið gefur út - er æsispennandi og blóðug álfahrollvekja frá einum helsta furðusagna höfundi landsins.

ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Myndir fengnar hjá Sögum útgáfu og Storytel.
 
 
 

Comments


Ingi Markússon

  • alt.text.label.Twitter
  • alt.text.label.Facebook
  • alt.text.label.Instagram

©2022 Ingi Markússon. Vefstóll: Wix.com

bottom of page