top of page
Search

"Fimbulkuldi og fegurð í nýrri furðusögu" - hlýjar móttökur á Bókmenntavefnum

  • i.m.
  • Nov 25, 2022
  • 1 min read

Updated: Feb 15, 2023

"Skuggabrúin er frábær furðusaga þar sem bæði söguþráðurinn og frásagnarmátinn seiða lesandann til sín." Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir skrifar um Skuggabrúna og fjallar m.a. um það hvernig landamæri fantasíu og vísindaskáldskapar koma fram:

"Furðusögur eru oft flokkaðar annað hvort sem vísindaskáldskapur eða fantasíur og óvissan um í hvorn flokkinn Skuggabrúin fellur eykur mikið á spennuna við lestur bókarinnar. Lesandinn getur ekki treyst á venjur bókmenntagreina til að átta sig á atburðum sögunnar og útskýra heiminn sem hún gerist í. Skuggabrúin spannar þessi landamæri bókmenntagreina og leikur sér með þau og er því furðusaga með sanni."

Hún bendir einnig á að sagan sé rétt eins fyrir eldri lesendur: "Þó svo að aðalsöguhetjur bókarinnar séu unglingar er hún síður en svo einungis fyrir þann aldurshóp heldur finna eldri lesendur hér einnig sögu við sitt hæfi."

Niðurlagið greiningar Svanhvítar hljóðar svo:
"Skuggabrúin er frábær furðusaga þar sem bæði söguþráðurinn og frásagnarmátinn seiða lesandann til sín. Hún gerist í fallegum en nöturlegum heimi og ýmist fléttar saman eða teflir gegn hvor annarri andstæðum ljóss og myrkurs, kulda og hlýju, siðmenningar og náttúru, drauma og veruleika. Þessi fyrsta bók komandi þríleiks lofar góðu um það sem koma skal því hún er bæði sterk sem sjálfstæð saga en vekur einnig upp spurningar og forvitni lesandans um hvað gerast muni næst."


ree



 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Ingi Markússon

  • alt.text.label.Twitter
  • alt.text.label.Facebook
  • alt.text.label.Instagram

©2022 Ingi Markússon. Vefstóll: Wix.com

bottom of page