top of page
Search

IceCon 2024

  • i.m.
  • May 27, 2024
  • 1 min read

Updated: Oct 1, 2024

Þá er IceCon, hinni stórmögnuðu, íslensku furðusagnahátíð, lokið. Hátíðin fór fram í Veröld, húsi Vigdísar, og Stúdentakjallaranum. Heiðursgestir voru Kirsty Logan, John Scalzi og Emil Hjörvar Petersen.

Sjálfur var ég með framsögu um Skuggabrúna í pallborðinu Trilogies: What are they good for? í samtali við Hildi Knútsdóttur og Giti Chandra. Eða eins og segir í dagskrá: "Ingi Markússon presents his trilogy in conversation with Hildur Knútsdóttir and Giti Chandra on genre, authorial practices, and isolation." Kærar þakkir til Giti og Hildar.

Annað sem bar til tíðinda er að stofnað var til íslenskra furðusagnaverðlauna. Gestir kusu um heitið og varð Urðarkötturinn úr. Var þeim hleypt af stokkunum með heiðursverðlaunum sem veitt voru Emil Hjörvari og kallast Hnitbjörg. Sjálfur urðarkötturinn verður veittur í fyrsta skipti á á hátíðinni 2026.

Myndir fengnar á Facebook síðu IceCon.




 
 
 

Comments


Ingi Markússon

  • alt.text.label.Twitter
  • alt.text.label.Facebook
  • alt.text.label.Instagram

©2022 Ingi Markússon. Vefstóll: Wix.com

bottom of page