Skuggabrúin til Storytel
- i.m.
- Mar 4, 2022
- 1 min read
Updated: Jan 30, 2023
Skrifaði undir útgáfusamning við Storytel um útgáfu á Skuggabrúnni í dag. Spennandi tímar framundan, sníða handritið til, gefa út og skrifa framhald. Þetta kallar á kampavín Og um hvað er bókin?
"Skuggabrúin er furðusaga sem er jafnt skrifuð fyrir fullorðna sem ungmenni. Margvísleg átök milli ljóss og skugga, sýndar og reyndar, berast víða um ísilagt norðurhvelið en eiga sér líka stað í huga persónanna. Í þéttofnum texta er dregin upp margbrotin og vandlega útfærð heimsmynd þar sem afar blæbrigðaríkur stíll gerir umhverfið og náttúruöflin áþreifanleg" (nýræktarviðurkenning).

Comments